Teningurinn til Almannavarna fyrir varnaraðgerðir í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesi.

Teningurinn var afhentur í gær á Degi verkfræðinnar. Að þessu sinni var það Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hlaut þessa viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands sem er veitt fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.

Viðurkenningin er veitt fyrir varnaraðgerðir í tengslum við eldsumbrotin á Reykjanesi.

Varnaraðgerðirnar hafa vakið verðskuldaða athygli, ekki síst út frá verkfræðilegu sjónarhorni. Víðir Reynisson tók á móti Teningnum fyrir hönd Almannavarna en með honum voru starfsmenn frá verkfræðistofunum Verkís og Eflu sem hafa verið í lykilhlutverkum í verkefninu.

Meira á vef Verkfræðingafélags Íslands

Umsögn dómara í heild