English below

Komi til eldgoss á Reykjanesi verður þörf á tíðu rannsóknaflugi á vegum Almannavarna við eldstöðina. Flugið er í þágu almannavarna og vísinda og mun njóta forgangs framyfir annað flug. 

 Til að tryggja öryggi verður svæði skilgreint sem hættu- eða haftasvæði fyrir annað flug og bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni.

  • Stjórnendur dróna eru hvattir til að fylgjast með nýjustu tilkynningum á vef Almannavarna.
  • Hættu- eða haftasvæði fyrir loftför önnur en dróna verða auglýst með NOTAM

Jafnframt er bent á upplýsingar í flugmálahandbók AIP og gagnlegar upplýsingar og reglur um drónaflug.

Aviation and seismic activity

If the current unrest on Reykjanes peninsula will lead to a volcanic eruption, there will be a need for the Department of Civil Protection and Emergency Management to conduct recurrent flights with experts and scientists to assess the situation. These flights will be given priority over other aircraft operations.

To ensure safety, an area will be defined as a danger- or restricted area for conventional aircraft and prohibited area for drones while such scientific flights are conducted.  A short time notice can be expected for such areas to be established and the geographical scope and time limit will depend on circumstances each time.

  • Drone operators are encouraged to monitor notices published on the website of the Department of Civil Protection and Emergency Management
  • Danger – and restricted areas for aircraft other than drones will be published with NOTAM

Further information can be found in the AIP and on the drone website of the Icelandic Transport Authority.