Af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Gróðureldarnir eru nú metnir mesta hættan í byggð en mengun frá þeim mælist ekki á SO₂-mælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá.  Hægt er að fylgjast með framgangi mála á vef Veðurstofu Íslands.