Forsendur
Samkvæmt c-lið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 40/2024 um framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ fer nefndin með stjórn, skipulag og framkvæmd gerðar áhættumats í þéttbýli í Grindavíkurbæ í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Áhættumatið er unnið af ÖRUGG verkfræðistofu ehf., fyrir framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ.
Framkvæmdanefndin hefur fjallað um áhættumatið og samþykkt útgáfu þess.
Samantekt áhættumats
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir goslokum níunda eldgossins við Sundhnjúksgígaröðina. Almannavarnir í
samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum skilgreina almannavarnarstig sem hættustig. Margir þættir hafa áhrif á áhættumat svæðisins, en sérstaklega er litið til hættumats Veðurstofu Íslands frá 5. ágúst 2025, auk starfsemi og umferðar ferðamanna á hættusvæðum, þeirra varna sem eru til staðar auk viðbragðsgetu. Samkvæmt veðurstofu Íslands er enn hætta á gosmóðu og gasmengun við gosstöðina. Mikil hætta er á nýrunnu hrauni og við hraunjaðar þar sem hraunbreiðan endar. Reiknað er með viðveru viðbragðsaðila allan sólarhringinn í Grindavík á meðan hættustig varir.
Áhættan á gos- og sprengjusvæði er enn metin óásættanleg þar sem lífshættulegt að ganga á nýju hrauni og mikil hætta við hraunjaðarinn. Merkingar, leiðbeiningar og aðrar stýringar sem eru til staðar duga ekki til að minnka áhættuna nægjanlega. Ekki er hægt að tryggja öryggi fólks á staðnum. Með góðu aðgengi að upplýsingum, afmörkuðum gönguleiðum, eftirliti og stýringum á staðnum og með því að halda öruggri
fjarlægð frá hrauni er áhættan mun lægri.
Ferðaþjónustufyrirtæki bera ábyrgð á að upplýsa og skýra út þá áhættu sem er á gossvæði, fyrir fólki sem er á þeirra vegum. Mikill fólksfjöldi er þó á eigin vegum, og þarf því að reiða sig á upplýsingar og aðstoð á
staðnum.
Nánari greining liggur fyrir á stöðu sprungna í Grindavík sem bendir ekki til að nein markverð hreyfing hafi orðið í bænum eftir síðustu jarðskjálfta. Gera þarf auknar kröfur um góðar upplýsingar og merkingar vegna mikils fjölda ferðafólks til að tryggja að fólk fari t.d. ekki inn á sprungusvæði.
Áhætta fyrir gos og sprengjusvæði er óásættanleg fyrir ferðamenn og mikilvægt er að tryggja
öryggisfjarlægðir, en áhættan er mjög mikil fyrir viðbragðsaðila. Í Grindavík er meðaláhætta fyrir alla hópa
nema viðbragðsaðila, ráðgjafa og verktaka en fyrir þann hóp er skilgreind lítil áhætta. Í Svartsengi er áhættan lítil.
Áhættumatið gildir þar til nýtt áhættumat er gefið út.