Árleg ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verður haldin fimmtudaginn 16. október frá kl. 13:00 til 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan, sem fer fram í fjórða sinn, mun eins og áður fjalla um almannavarnamál á Íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á öryggis- og varnarmálahlutverk Almannavarnadeildarinnar.
Öll þau sem hafa áhuga á almannavarnamálum eru hvött til að sækja ráðstefnuna. Aðgangur er ókeypis, en vegna takmarkaðs sætafjölda er skráning nauðsynleg.
13:00 – 13:10 // Opnun ráðstefnunnar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra
13:10 – 13:40 // Almannavarnir / Uppbygging og hlutverk
Uppbygging og hlutverk almannavarnarkerfisins á Íslandi í ljósi þróunar alþjóðamála. Leiðbeiningar til almennings auk annarra verkefna sem snúa beint að auknum viðnámsþrótti alls samfélagsins.
Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra
13:40 – 14:10 // Ísland Ótengt
CERT-IS og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir fjölmennri æfingu í byrjun árs þar sem fjölmargir fulltrúar einkafyrirtækja og opinberra stofnana tókust á við nokkrar stigvaxandi sviðsmyndir afleiðinga þess að sæstrengir tengdir við ísland myndu rofna. Farið verður yfir niðurstöður æfingarinnar.
Aðalsteinn Jónsson, sérfræðingur hjá CERT-IS
14:10 – 14:40
Kaffihlé
14:40 – 15:10 // Samtal við samfélagið – hverjir treysta lögreglu og hvað hefur áhrif?
Jákvæð samskipti við lögregluna geta styrkt traust, á meðan neikvæð reynsla getur fljótt grafið undan því. Víðtækari félagslegir og pólitískir þættir, eins og aldur, menntun, uppruni og pólitískar skoðanir, hafa einnig áhrif á hvernig almenningur metur lögregluna.
Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra
15:10 – 15:40 // Fjölþáttaógnir
Fjölþáttaógnir steðja nú sem raunveruleg ógn að ríkjum Evrópu. Fjölþáttaógnir geta beinst að borgaralegum stofnunum og mikilvægum innviðum Íslands, sérstaklega í formi netárása, skemmdarverka, njósna, undirróðurs, hryðjuverka og skipulagðrar brotastarfsemi. Óvinveitt ríki geta nýtt sér veikleikana í vestrænni samfélagsgerð til að grafa undan stöðugleika og trausti almennings til stofnana samfélagsins.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri
15:40 – 15:50
Samantekt //
Runólfur Þórhallsson, sviðstjóri Almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra
Hægt að nálgast frekari upplýsingar um ráðstefnuna hjá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, í gegnum netfangið hjordis@almannavarnir.is.