Ef eldgos er yfirvofandi í Heklu þarf að huga að eftirfarandi:

  1. SMS er sent í alla síma á svæðinu
  2. Láttu vita af þér ef þú ert á fjallinu (hringdu í 112)
  3. Forðaðu þér niður sömu leið og þú komst ef kostur er
  4. Farðu þvert á öskufall ef hægt er
  5. Forðastu lægðir og haltu hæð

Helstu hættur eldgosa / Types of volcano hazards:
• Hraunrennsli / Lava flow: Hraunstraumurinn getur verið óútreiknanlegur / Lava flow can change its pathway without any notice
• Steinkast / Bombs: Þungir glóandi steinar þeytast langt frá gígum / Heavy hot stones can fly for long distances from craters
• Öskufall / Ash: Aska spillir skyggni og gerir erfitt um öndun / Ash limits visibility and can make breathing difficult
• Gusthlaup / Pyroclastic flow: Brennheit öskuský ryðjast niður hlíðar / Lethal hot ash clouds flow down slopes
• Vatnsflóð / Flash floods: Fannir geta bráðnað hratt og orsakað vatnsflóð / Perennial snow can melt fast causing flash floods
• Skriður / Landslides: Óstöðug jarðlög skríða af stað vegna jarðhræringa / Unstable ground may slide in earthquakes
• Lítið skyggni / Poor visibility: Undir gosmekki og í öskufalli verður skyggni lítið / Heavy ash fall can block visibility
• Eldingar / Lightning: Hætta á eldingum eykst nálægt gosmökkum / Frequent lightning near ash clouds
• Aurskriður/Mud or debris flow: Aurskriður fara af stað vegna blöndun vatns og gosefna / Mud flows result from water saturated ground mass
• Eitrað gas / Poisonous gases: Eldfjallagas leitar í lægðir, haldið hæð / Gas flows into depressions, stay on higher ground

Vefmyndavél við Heklu

Nánari upplýsingar um eldfjallið Heklu:

Hekla (1491 m) er eitt virkasta eldfjall Íslands. Flest eldgos hefjast nánast fyrirvarlaust með snörpum jarðskjálftahrinum, síðan með sprengifasa og tilheyrandi öskufalli og hraunflæði. Vísindamenn vakta Heklu og forboðar Heklugosanna 1970, 1980-1 , 1991 og 2000 sáust á mælitækjum 30 – 80 mínútum fyrir gosbyrjun. Almannavarnir virkja viðbragð um leið og eldgos er talið yfirvofandi.

Heklugos hefjast yfirleitt með öflugu sprengigosi og hraun byrjar að renna á fyrstu mínútum goss. Einnig getur verið hætta á gjóskuflóði í 4-5 km fjarlægð frá upptökunum og því mikil hætta þar þegar gos hefst. Hraun frá Heklu renna fremur hægt og hætta getur stafað af glóandi hraungrjóti sem kastast fram. Því er óráðlegt að fara of nálægt hraunrennslinu. Eitraðar lofttegundir sem geta safnast fyrir í lægðum og lautum eru hættulegar mönnum og dýrum.  Almennt fylgja miklar drunur og dynkir Heklugosum sem heyrast langt að. Nauðsynlegt er að huga að veðri og vindum þegar gýs í Heklu vegna hugsanlegs gjóskufalls sem jafnan er mikið í upphafi goss. Norðaustan áttir eru ríkjandi við fjallið, en vindáttir eru jafnan að vest-suðvestan eða norðvestan þegar ofar dregur (5-6 km).

Gosin frá Heklu hafa valdið gróðureyðingu og dauða búfjár, lagt jarðir í eyði og valdið manntjóni. Heklugjá kallast gossprunga sem klýfur Heklu endilanga og hefur oft gosið í henni. Gosið 1947 í Heklugjánni stóð í 13 mánuði með miklu hraunrennsli og gjóskufalli. Á síðustu öld var Hekla sérstaklega virk og gaus árin 1947-48, 1970, 1980-81, 1991 og svo árið 2000.

Hekla er um 1490 metra hátt ílangt eldfjall sem gosið hefur a.m.k. 18 sinnum á sögulegum tíma.  Hekla er ásamt Kötlu og Grímsvötnum eitt virkasta eldfjall á Íslandi. Heklugos hefjast nær fyrirvaralaust. Jarðvísindamenn fylgjast vel með Heklu og árið 2000 spáðu þeir fyrir um gos með klukkustundar fyrirvara. Merki komu fram á jarðskjálftamælum rúmlega einni klukkustund fyrir gos. Kvikuhólf er talið vera á nokkurra kílómetra dýpi undir Heklu. Oft hafa gosin valdið tjóni sérstaklega eftir langt goshlé. Það gerðist árin 1104 og 1158. Ljós askan og vikurinn dreifðust í miklu magni yfir þúsundir km² svæði.