Málþing um hlutverk og verkefni ráðuneytanna í áhættuskoðun og greiningu áfallaþols

10. mars 2022, kl. 8:30-13:00. Málþing haldið á Hótel Grand (Háteigur)

Fimmtudaginn 10. mars verður haldið málþing á vegum Almannavarna. Tilgangur málþingsins er að kynna fyrir stjórnendum hjá ráðuneytunum verkefni sem Almannavarnir settu af stað fyrir rúmu ári síðan. Málþingið er ætlað ráðuneytisstjórum  og skrifstofustjórum. Þá var hafist handa við að útbúa heildstæðar leiðbeiningar fyrir stjórnsýsluna og vefgátt sem heldur utan um gögn og sýni í mælaborði um stöðu almannavarnastarfs í héraði og á landsvísu.

Verkefnið byggir á áherslum í stefnu stjórnvalda í almannavarna og öryggismálum þar er m.a. fjallað um forvarnir og einn af þeim þáttum er að draga fram greiningu á áhættu og áfallaþoli. Lögð er áhersla á hlutverk ráðuneyta og stofnana, hlutverk Almannavarna er að drífa verkefnið áfram en innihaldið og áherslurnar koma frá þeim sem bera ábyrgð á málefnasviðum og verkefnum.

Einungis með því að þeir sem efnið varðar komi með athugasemdir til þess að bæta það náum við að setja fram góða mynd af því hvaða starfsgeta eða virkni er mikilvæg fyrir öryggi borgaranna og samfélagsins sem og viðbúnað, ásamt lýsingu á því hvaða löggjöf kemur þar mest við sögu og hverjir fara með ábyrgð og eru hlutaðeigandi aðilar í þeirri starfsgetu sem við erum að lýsa sem mikilvægri.

Málþingið markar upphaf samráðs við ráðuneytin um efni skjalanna „Leiðbeiningar fyrir ráðuneyti um greiningu á áhættu og áfallaþoli“ og „Mikilvæg verkefni í samfélaginu“.  Frestur til að koma á framfæri athugasemdum og leiðréttingum er til 31. mars nk. Í framhaldi verða þær athugasemdir sem koma eftir málþingið nýttar og skjölin gefin út sem vefrit á heimasíðu Almannavarna. Í lok dagskrár málþingsins verður tækifæri á óformlegu spjalli en þá er boðið upp á hádegismat.

Við hlökkum til að sjá ykkur fimmtudaginn 10. mars nk.

Skráning á málþingið er á netfangið hg01@logreglan.is.  Í skráningunni þarf að taka fram nafn, ráðuneyti, starfsheiti og töluvpóstnetfang, símanúmer og mætingu í hádegismatinn. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna (hg01@logreglan.is).

Dagskrá

Hefst klukkan kl. 8:30

Opnun málþings og vefgáttar.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra

Kynning á hlutverki ráðuneyta.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Kynning á Leiðbeiningum fyrir ráðuneyti
Elísabet Pálmadóttir, verkefnastjóri.

Kaffihlé um klukkan 9:30

Kynning á Mikilvægum verkefnum í samfélaginu
Elísabet Pálmadóttir, verkefnastjóri.

Hópastarf. Reynsla ráðuneytanna af almannavarnastarfi.

  • Dómsmálaráðuneytið, reynslufrásögn.
    Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri.

  • Umhverfis- og auðlindarráðuneytið, reynslufrásögn.
    Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur.

  • Innviðaráðuneytið, reynslufrásögn.
    Ásta Þorleifsdóttir, sérfræðingur.

Kynning á niðurstöðum hópa.

Samráð og skilafrestur athugasemda sem og næstu skref.
Helgi Valberg Jensson, aðallögfræðingur Ríkislögreglustjóra.

Hádegismatur frá 12:00 – 13:00.

Málþingi lýkur um klukkan 13:00.