Þessi síða er upplýsingasíða fyrir þau sem fá sjálfvirka tilkynningu í sms vegna öskufalls í gegnum 1-1-2.

Frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra: Vegna öskufalls á Reykjanesskaga eru íbúar beðnir um að loka gluggum.

Hvað þú getur gert til að verja þig gegn ösku? 

Mikilvægt er að draga úr ösku innanhúss.

  • Hafðu allar dyr og glugga lokaða hvenær sem þess er kostur. 
  • Hlífðu augum 
  • Ef askan er fíngerð skal ganga með hlífðargleraugu eða sjóngleraugu í stað augnlinsa til að hlífa augunum við ertingu. 
  •  Takmarkaðu akstur  
    • Strax eftir öskufall, jafnvel lítið öskufall, geta akstursaðstæður, skyggni og loftgæði versnað verulega, sérstaklega þegar umferð þyrlar öskunni aftur upp. Rigning hefur skyndileg en tímabundin bætandi áhrif á loftgæði þangað til askan þornar aftur. Við mælum með að þú forðist akstur og haldir þig innandyra í kjölfar öskufalls ef þess er kostur. Ef þú verður að aka skaltu halda löngu bili á milli þín og næsta ökutækis á undan og aka hægt.