Eystrasaltsráðið (Council of Baltic Sea States, CBSS) var stofnað árið 1992 og hefur aðsetur í Stokkhólmi. Ísland gerðist aðili að Eystrasaltsráðinu árið 1995. Aðildarríki ráðsins eru Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Pólland, Rússland og Þýskaland auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Utanríkisráðuneytið fer með forsæti í Eystrasaltsráðinu 2016 – 2017 og nýtur fulltingis innanríkisráðuneytis, umhverfisráðuneytis, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Barnaverndarstofu í nefndarstörfum, auk þess sem önnur ráðuneyti og stofnanir koma að vinnunni eftir því sem við á. Ísland fer með forsæti vegna almannavarna í ráðinu 2016-17. Hjálmar Björgvinsson sótti fund yfirmanna ráðsins og tók formlega við keflinu af Pólverjum í Gdańsk þann 8 – 9 júní 2016. Sjá nánar umfjöllun hér

CBSS LOGO

 

Síðast uppfært: 3. janúar 2017 klukkan 13:48