Almannavarnir á Íslandi eru í samstarfi við  EFTA löndin í vinnuhópi um almannavarnir ( Working Group on Civil Protection) þar sem löndin vinna að sameiginlegum hagsmunamálum í almannavörnum. Með EES samningnum getur Ísland, ásamt EFTA ríkjunum tekið þátt í starfi og verkefnum Evrópusambandsins í almannavörnum (The Union Civil Protection Mechanism). Noregur og Ísland hafa verið virkir þátttakendur í því starfi síðustu árin.

Ákvörðun No 1313/2013/EU segir til um starf almannavarna í Evrópusambandinu og þar er sett fram stefna um markmið, umfang og skilgreiningar.    “The Union Civil Protection Mechanism” vinnur að samhæfingu aðgerða, auðveldun samstarfs og sinnir aðstoðarbeiðnum aðildarlandanna í almannavörnum þegar hamafarir dynja yfir, bæði hjá aðildarríkjum og ríkjum utan ESB.

untitled

Almannavarnaáætlunin
Ýmis verkefni eru fjármögnuð  í almannavarnaáætluninni (Civil Protection Work Programme ) svo sem varnir og viðbúnaður í almannavörnum, æfingar, þjálfun, sérfræðingaskipti og fleira. Evrópusambandið leggur mikið upp úr því að styrkja getu aðildarríkjanna við að takast á við hættuástand, hvort sem um er að ræða náttúruvá, tæknivá eða önnur váverk t.d. af mannavöldum. Gert hefur verið átak í almannavörnum innan sambandsins með áherslu á samhæfingarþáttinn.

Evrópusambandið stendur fyrir umfangsmiklu þjálfunarprógrammi, sem viðbragðsaðilar frá Íslandi hafa sótt.

Þá er hægt að fara í fræðsluferðir til almannavarna víðs vegar um Evrópu á vegum almannavarna Evrópusambandsins með Exchange of Experts. Margir sérfræðingar hafa sótt Ísland heim til að kynnast starfi almannavarna á Íslandi:
Meðal annars hópar frá Grikklandi og Ítalíu
Við hættuástand eða hamfarir  er hægt að kalla eftir aðstoð frá Evrópusambandsríkjum,  en neyðarvakt er allan sólarhringinn í  samhæfingar- og stjórnstöð sambandsins ERCC (Emergency Response Coordination Centre) sem staðsett er í Brussel. Ríki, sem þarfnast aðstoðar vegna hamfara hvort sem er innan bandalagsins eða utan, geta sent ERCC aðstoðarbeiðni. ERCC sendir beiðnir á aðildarlöndin sem bjóða fram úrræði sem henta.

CECIS  (Common Emergency Communication and Information System) Samskipti milli ríkjanna í hamförum fara í gegnum samskiptakerfið CECIS sem tryggir beina upplýsingagjöf milli ERCC og þátttökuríkja. Í CECIS gagnagrunninum er hægt að nálgast upplýsingar um sérhæfðar hjálpareiningar (modules) sem aðildarlöndin leggja til samstarfsins og hægt er að óska eftir þegar neyðarástandi er lýst yfir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sér um samskipti við almannavarnir Evrópusambandsins í CECIS.

Civil Protection Forum. Þriðja hvert ár er haldin metnaðarfull almannavarnaráðstefna í Brussel Civil Protection Forum sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið þátt í bæði með verkefni, kynningar og umræður.

Síðast uppfært: 10. apríl 2019 klukkan 15:50