Eystrasaltsráðið (Council of Baltic Sea States, CBSS) var stofnað árið 1992 og hefur aðsetur í Stokkhólmi. Ísland gerðist aðili að Eystrasaltsráðinu árið 1995. Aðildarríki ráðsins eru Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Pólland, Rússland og Þýskaland auk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Í ráðinu sitja untanríkisráðherrar ríkjanna.

Ríkin skiptast á að vera í forsæti og leiða starfið og árin 2016 – 17 var Ísland í forsæti. Utanríkistáðuneytið ásamt innanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Barnaverndarstofu tóku þátt í starfinu. Ísland leiddi starfið í almannavörnum ráðsins árin 2016 -17. Nánari upplýsingar um Eystrasaltsráðið má nálgast á vefsíðunni http://www.cbss.org

CBSS LOGO