Sameinuðu þjóðirnar:
UNDAC var stofnað árið 1993 og er ætlað að aðstoða SÞ og stjórnvöld á hamfarasvæðum við fyrstu skref  í bráðum neyðaraðgerðum. Viðbragðsaðilar sem hafa sótt svokallað UNDAC  námskeið (United Nations Disaster Assessment and Coordination) sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir eru þjálfaðir til að fara til hamfarasvæði með stuttum fyrirvara (12-48 stundir) til að meta þörf á aðstoð, samhæfingu aðgerða og stjórn upplýsinga.

UNISDR (The United Nations Office for Disaster Risk Reduction) var stofnað í desember 1999 með áherslu á áhættuminnkun vegna hamfara. Hyogo aðgerðaráætlunin 2005 – 2015 leggur áherslu á að styrkja áfallaþol þjóða og samfélaga vegna hamfara, og síðan Sendai rammaáætlun um áhættuminnkun vegna hamfara frá 2015 – 2030