Nú eru 50 dagar frá því eldgosið í Holuhrauni hófst þann 31. ágúst síðastliðinn. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan er hraunið nú orðið rúmir 60 ferkílómetrar og virðist ekkert lát vera á hraunrennslinu þó svo að dregið hafi úr strókavirkninni.