Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, aflýsir óvissustigi Almannavarna vegna jökulshlaups úr Mýrdalsjökli. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seinni partinn 9. september og nálgast rafleiðni nú aftur eðlileg gildi.