Aflýsing hættustigs vegna snjóflóðahættu

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á Patreksfirði og Tálknafirði og tekur óvissustig við, en óvissustig er enn í gildi á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum. Íbúar á þessum stöðum, sem rýmdu hús sín vegna snjóflóðahættunnar 25.02.2015 geta því snúið aftur til síns heima.