Gul viðvörun og slæm færð

Eins og fram kom sl. sunnudag þegar Almannavarnir kynntu fyrirkomulagið vegna vitjunar eigna í Grindavík þá er að mörgu er að hyggja í verkefni eins og þessu, ekki síst í janúarmánuði þegar allra veðra von.  Útgangspunkturinn er öryggi og velferð Grindvíkinga, og að allir íbúar fái jöfn tækifæri til að vitja eigna sinna í Grindavík.

Á morgun, miðvikudaginn 31.janúar er gul viðvörun á svæðinu þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir.  Erfið aksturskilyrði og færð getur spillst og því er talið óforsvaranlegt að halda því plani sem búið var kynna og ákveða að íbúum og fyrirtækjum verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun, miðvikudaginn 31.janúar.

Þau sem nú þegar hafa sótt um aðgang inn á island.is þurfa ekki að sækja um aftur.
QR kóðinn fyrir þau sem áttu tíma á morgun kemur þá seinna, eða annaðkvöld. Fyrir þau sem eiga tímann seinnipartinn fá þá QR kóðann samdægurs (um morguninn).

Hér er uppfært skjal með skipulagi næstu daga.

Fimmtudagurinn 1. febrúar (sem áður var 31. janúar)