Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð og aðgerðastjórn á Selfossi hafa verið virkjaðar vegna bílslyss á Skeiðarársandi. Búið er að boða út þyrlur Landhelgisgæslunnar. Frekari upplýsingar ekki fyrirliggjandi að svo stöddu.
Síðast uppfært: 17. janúar 2020 klukkan 17:07