Lokun á Norðurljósavegi

Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið þá ákvörðun að loka Norðurljósavegi við Svartsengi fyrir almennri umferð. Ákvörðunin er tekin í ljósi  jarðhræringa og minnkandi starfsemi á svæðinu. Veginum verður lokað annars vegar við gatnamót Grindavíkurvegar og hins vegar við Nesveg. Haft hefur verið samband við hlutaðeigandi rekstraraðila og þeim kunngerð ákvörðunin. Lokunin hefur ekki gildi gagnvart starfmönnum fyrirtækja á svæðinu.