Neyðarrýmingaráætlun fyrir Öræfajökul

Rýmingaráætlun fyrir Öræfajökul miðar að því að búið sé að rýma svæðið áður en elgdos hefst.  Gangi það ekki eftir er gripið til neyðarýmingar Öræfajökuls samkvæmt meðfylgandi skipulagi.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

 • Felur 112 að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni
  • Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell I, Hof I eða Hnappavelli II, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming. Neyðarástand
  • Emergency message from the Police. Volcanic eruption is imminent in Oraefajokull. Evacuate to Svinafell I, Hof I or Hnappavellir II, Höfn or Kirkjubæjarklaustur depending on your location.
 • Virkjar SST

Lögreglan á Suðurlandi

 • Sendir lögreglubíla frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu
 • Sendir Lögreglubíla frá Höfn að Kvískerjum til að aðstoða við rýmingu
 • Sendir allt tiltækt lið til aðstoðar

Björgunarsveitir

 • Kyndill á Kirkjubæjarklaustri lokar við Lómagnúp og aðstoðar við rýmingu
 • Björgunarfélag Hornafjarðar lokar við Jökulsárlón og aðstoðar við rýmingu
 • Björgunarsveitin Kári hefur ekki hlutverk við neyðarrýmingu

Sjúkraflutningar

 • Sjúkrabíll á Kirkjubæjarklaustri fer í viðbragðsstöðu við hótel Núpa
 • Sjúkrabíll á Höfn fer í viðbragðsstöðu hjá Hrollaugsstöðum í Suðursveit

Rauði krossinn – Fjöldahjálparstöðvar

 • Deildin á Kirkjubæjarklaustri undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð
 • Deildin á Höfn undirbýr móttöku fólks í fjöldahjálparstöð
 • Ákvörðun tekin um opnun fjöldahjálparstöðvar nær rýmingarsvæðinu ef þörf krefur

Slökkvilið

 • Eru í viðbragðsstöðu til aðstoðar við móttöku fólks
 • Aðstoða lögreglu við rýmingu ef þörf krefur

Vettvangsstjórnir

 • Vettvangsstjórn verður á Kirkjubæjarklaustri
 • Vettvangsstjórn verður á Höfn
 • Vettvangsstjórn verður í Öræfum, staðsetning eftir aðstæðum

Aðgerðastjórn

 • Dynskálum 24, Hellu

Samhæfingarstöðin

 • Björgunarmiðstöðinni, Skógarhlíð 14, Reykjavík

Leiðbeiningar til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu í tilfelli neyðarrýmingar:

 • Farið stystu leið að:
  • Svínafelli I
  • Hofi I
  • Hnappavöllum II
 • Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum
 • Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum
 • Þegar nánari fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið. Nánari fyrirmæli koma í gegnum SMS frá Neyðarlínunni eða í gegnum útvarp.