Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig vegna eldgoss við Sundhnúkagígaröð. Eldgos hófst fyrir stuttu rétt fyrir ofan varnargarðinn við Grindavík.
Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tímanum í morgun þegar ljóst var að kvikuhlaup var hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið.