Norðan hvassviðri eða stormur næstu daga

Athygli er vakin á að viðvaranir eru í gildi víða um land fram á föstudag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næstu daga með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu. Sunnan og vestantil má búast við varasömum vindstrengjum við fjöll. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér vel færð á vegum hjá Vegagerðinni, veðurspár og viðvaranir áður en lagt er í hann. Spáð er að veðrið gangi niður á laugardag, fyrst vestanlands.

Að auki bendum við á óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum og tilkynningar frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.