Norðurland: Rýmingu aflétt á Siglufirði

//English below//

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Rýmingu aflétt á Siglufirði
  • Vegfarendur og ferðalangar hafi varan á, á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið

Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu húsa á sunnanverðum Siglufirði sem rýmd voru í öryggisskyni á miðvikudag vegna snjóflóðahættu. Dregið hefur úr veðrinu frá því í gær og á föstudag og minni úrkoma hefur mælst á sjálfvirkum úrkomumælum. Vindur fyrir Norðurlandi hefur jafnframt snúist meira til austurs en það er talið draga úr hættu á snjóflóðum úr Hafnarfjalli.

Áfram er hætta af völdum snjóflóða þar sem snjóalög kunna enn að vera óstöðug, m.a. sunnan við leiðigarðinn Stóra-Bola, þó rýmingu húsa neðan garðsins hafi verið aflétt. Þar þarf að sýna sérstaka aðgæslu. Þó er fólk beðið um að vera ekki á ferli ofan við varnargarða.

Tilefni er til þess að árétta að óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi er enn við líði. Stór snjóflóð hafa fallið undanfarna daga á Tröllaskaga, m.a. við Smiðsgerði í austanverðum Skagafirði, á Öxnadalsheiði og á Ólafsfjarðarveg, síðast núna í morgun þegar snjóflóð féll yfir veginn um Öxnadalsheiði.

Vegfarendur og ferðalangar þurfa því að hafa varann á þegar þeir fara um svæði þar sem snjóflóð geta fallið.

Búist er við NA-strekkings vindi og éljum í dag og á morgun og verður áfram fylgst með aðstæðum. Óvissa er um hversu mikil ofankoma verður í éljaganginum næstu tvo sólarhringa en það ræður miklu um hversu mikil snjóflóðahættan skapast á hverjum stað.

Vel hefur gengið að hreinsa vegi í dag en áfram má búast við samgöngutruflunum næstu daga.  Vegfarendur eru því hvattir til þess að leita sér upplýsinga um færð áður en haldið er af stað.  Helstu upplýsingar má finna á www.vegag.is.

Mikill snjór er nú í fjöllum á Norðurlandi og má búast til viðvarandi snjóflóðahættu á slóðum sem vélsleðamenn og fjallaskíðafólk sækir.  Veðurstofan gerir svæðisbundna snjóflóðaspá fyrir norðanverðan Tröllaskaga, en utan þess spávæðis má búast við svipuðum aðstæðum þrátt fyrir að ekki sé sérstaklega fylgst með þeim svæðum eða viðvaranir settar út.  Þessa spá má sjá hér https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/.


//English//

Announcement from the Civil Protection Department of the National Commissioner of the Icelandic Police and the Chief of Police in North-East Iceland:

  • The evacuation order has been lifted in Siglufjörður
  • Travelers should maintain caution in areas where avalanches can occur

The evacuation order has been lifted for houses in the southern part of Siglufjörður, that were evacuated for safety reasons on Wednesday due to the risk of avalanches. Weather conditions have improved from what they were yesterday and on Friday, and automatic precipitation gauges have confirmed reduced precipitation. Furthermore, winds in the northern part of Iceland are now blowing in a more easterly direction and this is thought to reduce the risk of avalanches from Hafnarfjall.

However, a risk avalanches remains as snow layers may still be unstable, for example south of the Stóra-Bola deflecting dam, although the evacuation of buildings below the dam has been lifted. Special care must be taken there. However, people are asked to refrain from activities above the protective barriers.

There is reason to emphasize that the uncertainty level regarding the risk of avalanches in the North is still high. Large avalanches have struck over the past few days on Tröllaskagi, inclsincluding in Smiðsgerði in the eastern part of Skagafjörður, Öxnadalsheiði and Ólafsfjarðarvegur, with the latest one striking this morning onto the road that lies through Öxnadalsheiði.

Travelers should therefore remain vigilant when passing through areas where avalanches may strike.

Northeasterly winds and thunderstorms are expected today and tomorrow and conditions will continue to be monitored. There is uncertainty about how much precipitation will occur during the intermittent flurries over the next 48 hours, but this will be a deciding factor with regard to the great the risk of avalanches at any given location.

Road clearing has been successful today, but traffic disruptions can be expected over the coming days.  Travelers are therefore encouraged to seek information regarding road conditions and road safety before traveling.  Important information can be found at www.vegag.is.

A great deal of snow has gathered in the mountains in Northern Iceland and a risk of avalanches can be expected to remain in areas that are frequented by snowmobile riders and mountain skiers.  The Meteorological Office releases a regional avalanche forecast for the northern part of Tröllaskagi, but outside the forecasted area, similar conditions should be assumed, even if those areas are not being specifically monitored or warnings being issued for those areas.  This forecast can be found here https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/.