Óvissustig Almannavarna vegna óveðurs. Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð í dag kl. 17:00.

Vegna óveðurs sem er fram undan er þá hefur Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna frá klukkan 17:00 í dag.  Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður starfrækt frá og með þá og fram til morguns.

Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma.  Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.   

Eins og fram hefur komið þá hefur Veðurstofa Íslands fært veður viðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið. Suðurland og Faxaflóa í kvöld.

Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hættustig er virkjað þegar fólki, umhverfi eða byggð er ógnað, þó ekki svo alvarlega að um neyðarástand sé að ræða. 

Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands
Hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni. 
Hér er hægt að fylgjast með ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.