Rútuslys á Þingvallavegi

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð um klukkan hálf ellefu í morgun vegna rútuslyss á Þingvallavegi vestan undir Litla-Sauðafelli. Nokkrir eru slasaðar en ekki vitað um alvarleika. Búið er að loka Þingvallavegi. Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins hefur verið virkjuð.