Samhæfingarfundur Almannavarna

Í dag, föstudag hélt Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fund á Hótel Natura með starfseiningum almannavarnakerfisins og þeim fjölda aðila sem koma að málum vegna umbrotanna á Reykjanesskaganum. Markmið fundarins var upplýsingamiðlun og samhæfing milli aðila sem er hluti af undirbúningi fyrir flóknar aðgerðir í Grindavík sem hafa staðir yfir í nokkurn tíma og munu halda áfram næstu mánuðina.  Um sjötíu manns voru á fundinum frá fjölda stofnanna og fyrirtækja sem tengjast verkefninu.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna lokaði fundinum sem stóð í þrjá og hálfan tíma. Víðir þakkaði öllum þeim sem hafa staðið vaktina vegna atburðanna í og við Grindavík undanfarnar vikur. Víðir lagði áherslu á að við stæðum fram fyrir langtímaverkefni þar sem við þyrftum að hafa trú og kjark til að gera langtíma áætlanir á þessum miklu óvissutímum.  Á sama tíma og við verðum að geta verið snögg að bregðast við breyttum aðstæðum þá þurfa allar okkar aðgerðir til skemmri tíma að miða við lengri tíma.