Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015 -2017

Almannavarna- og öryggismálaráð fundaði í gær 24. júní. Á fundinum var samþykkt einróma stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015 – 2017.
Stefnan hefur verið í vinnslu frá 2009 og hafa margir lagt sitt af mörkum í víðtæku samvinnuferli.  Þetta er í fyrsta skipti sem slík stefna er mörkuð með þessum hætti en áhersla er lögð á að tryggja heildarsýn á áhættuþætti með varnir, viðbúnað, viðbrögð, endurmat og endurreisn að leiðarljósi í almannavarnakerfinu.    Starfsmenn almannanvarnadeildar ríkislögreglustjóra hafa lagt mikla vinnu í þetta verkefni og fagna þessum áfanga, sem er mikilvægur í almannavarnasamstarfinu. Innanríkisráðherra undirbjó drög að stefnunni  í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.   Stýrihópur hafði umsjón með gerð stefnunnar og voru það tengiliðir frá ráðuneytum og stofnunum sem unnu að stefnunni á samráðsfundum og einnig var óskað eftir almennum umsögnum.  Fyrrverandi deildarstjóri almannavarnadeildarinnar Víðir Reynisson sat í stýrihóp stefnumótunarvinnunar.

Sjá nánar umfjöllun á vef innanríkisráðuneytisins.
Stefna í almannavarna- og öryggismálum ríkisins 2015 – 2017

Í almannavarna- og öryggismálaráði sitja ráðherrar og ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, velferðarráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Ennfremur eiga sæti í ráðinu ríkislögreglustjóri, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, vegamálastjóri, forstjórar Samgöngustofu, Póst- og fjarskiptastofnunar, Veðurstofunnar, Mannvirkjastofnunar, Umhverfisstofnunar, Landsnets og Geislavarna ríkisins, orkumálastjóri, landlæknir, sóttvarnalæknir, fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða krossins á Íslandi og fulltrúi samræmdrar neyðarsvörunar. Einnig fulltrúar tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Forsætisráðherra er formaður ráðsins.