Viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík undirrituð

Viðbragðsáætlun vegna eldgoss við Grindavík var undirrituð á mánudag af Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum og Fannari Jónssyni, bæjarstjóra í Grindavík. Áætlunin tekur gildi 1. janúar 2021.

Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar eldgoss eða annarra hamfara við Grindavík, í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hún er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,
Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og almannavarnanefndum Grindavíkur. Allir viðbragðsaðilar og aðrir sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.

Áætlunin heitir viðbragðsáætlun vegna eldgosa við Grindavík. Þá er mögulegt að notast við sömu áætlun þegar þörf er á rýmingu vegna einhvers konar annara hamfara.

Áætlunina má kynna sér hér