Eftir veðurblíðuna undanfarið tekur nú við alvöru vetrarveður. Á morgun gengur í norðan hvassviðri eða storm með snjókomu á norðurhelmingi landsins. Stórhríð á …fjallvegum þegar verst lætur. Litirnir á meðfylgjandi mynd sýna spá um úrkomu milli kl. 16 og 17 á morgun í hefðbundnum millimetrakvarða. Á þessum tíma mun langmest af úrkomunni falla sem snjór og þumalputtareglan segir að 1 mm af rigningu samsvari 1 cm af nýjöllnum snjó.
Fylgist með veðri á vef Veðurstofunnar og færð á vef Vegagerðarinnar.