Spurt og svarað vegna Grindavíkur / Uppfært 3.febrúar

Hvar skrái ég mig til að fá að komast inn í Grindavík? 
Þú ferð á Island.is og skráir þig inn þar með rafrænum skilríkjum,  
Linkurinn er hér  Mikilvægt er að sækja um og fá QR kóða. Öðruvísi komast íbúar ekki inn í bæinn.   

Þarf að sækja aftur um kóða næst þegar ég fer inn til Grindavíkur?
Nei, ef íbúar hafa þegar farið inn til Grindavíkur eftir að hafa sótt um QR kóða á island.is

Hvar er hægt að nálgast kort af svæðinu með upplýsinum um öryggi íbúa?
Öryggiakort Grindavíkur 

Akstursfyrirkomulag
Aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg.

Hvernig er skipulagið fyrir næstu daga?
Hér er hægt að sjá skipulagið fyrir sunnudaginn 4. febrúar og mánudaginn 5. febrúar. 

Ef ég kemst með engu móti á þeim dögum sem er í boði, er ég þá bara búin að missa sénsinn minn á að vitja eigna minna?
Miðað er við sunnudag (4. feb) og mánudag (5.feb.) verði öllum íbúum Grindavíkur veittur aðgangur að íbúðarhúsnæðum sínum í um 6 klukkustundir. Að þessu loknu verður að öllu óbreyttu farið aftur í áður mótaða áætlun þar sem íbúar fá vonandi lengri aðgang. Sjá frétt inn á vef Grindavíkurbæjar um að Náttúrurhamfaratrygging Íslands (NTÍ) gerir engar kröfur til íbúa í Grindavík um að bjarga innbúi og lausafé á meðan ástandið þar er enn ótryggt NTÍ: Ekki krafa um verðmætabjörgun á hamfaratímum  (grindavik.is)

Ef ég er skráð/ur sem aukaaðili á heimili í fyrra holli á sunnudag og þarf svo einnig að fara heim til mín í seinna holli á sunnudag, fæ ég tvo QR kóða senda eða er hætta á að ég fái ekki seinni kóðann sendan og komist þá ekki heim til mín?
Þau sem eru að aðstoða og eru þar af leiðandi á staðnum í báðum hollum geta farið á söfnunarsvæði sem er í námum við Nesveg og bíða þar milli holla. Ekki þarf að skrá sig inn og út tvisvar.

Er nóg af pappakössum fyrir alla?
Það verður hægt að sækja kassa, límband, dagblöð og bóluplast í Nettó þá daga sem flutningar standa yfir. 

Ef ég er með spurningar varðandi opnunina við hvern get ég talað?
Íbúar og fyrirtæki eru beðin um að notast eingöngu við island.is vegna heimilda og aðstoðar við aðgangsmál. Þetta er gert svo hægt sé að halda utan um allar beiðnir og samskipti á einum stað.     

Hvernig skráir maður fólk inn sem ekki er með kennitölu eða rafræn skilríki?
Þú þarft þá að fara inn á þínum skilríkjum og breyta netfangi og síma og setja þess sem kemur með.

Hvað mega margir fara frá hverju heimili? 
Ekki eru almenn takmörk á fjölda en höfðað er til skynsemi.

Hver borgar flutninginn?
 
Ef fólk hefur ekki tök á panta eða fá aðgang að sendibílum, mannskap eða geymslu þá er hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð hjá félagsþjónustu Grindavíkur. Einnig bjóða Almannavarnir upp á að sækja um aðstoð við flutninga hér https://island.is/v/fyrir-grindavik/adgengi-til-grindavikur

Er hægt að sækja um fjárhagsaðstoð vegna hamfaranna í Grindavík?
Já það er hægt hjá Félagsþjónustu Grindavíkurbæjar.

Fæ ég bara að fara á ákveðnum tímum eða get ég valið hvenær ég vil fara? 
Á ákveðnum tímum. Ástæðan er sú að viðbragðsaðilar eru að vinna innan þeirra svæða hverju sinni til að aðstoða íbúa og passa upp á öryggi íbúa.  

Hvað merkir fjólublátt og gult á kortinu? 
Litirnir á kortinu hafa enga sérstaka þýðingu aðra en svæðin eru til afmörkunar þegar kemur að aðgangsstýringu inn í bæinn.  

Má ég fá sendibíl með mér að sækja dót?

Ef ég er ekki með lykla – hvað geri ég þá? 
Lyklarnir eru í vörslu í lyklaskápum í Grindavík. Þau sem ætla að sækja lykla sína í slökkvistöðina:  Mælst er til þess að tölvupóstur sé sendur þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst er hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar eru beðnir um að senda hvenær þeir koma ásamt heimilisfangi.  Þau sem vilja lyklana tilbaka sem skilað var til viðbragðsaðila geta auðvitað óskað eftir því með því að hafa samband í síma 8669112. Einnig er hægt að hringja í þetta símanúmer ef íbúi er ekki með lykla af húsinu sínu.     

Má koma á fleiri en einum bíl að sækja búslóð? 
Já. 

Hvers vegna má ekki eiga við hitastillingar?
Lágmarkshiti er á byggðinni í Grindavík þar sem kerfið er mjög laskað. Þannig tekst að halda viðunandi hita á húsnæði íbúa. Þegar hafa bæði pípulagningamenn og rafvirkjar farið í öll hús í bænum og stillt kerfin. Við miklar breytingar getur það breyst hratt. Því eru íbúar beðnir um að hækka hvorki hitann né nota vatn á húsum sínum.

Hvar er óhætt að labba að salernunum á Nettó planinu? 
Þar sem ekkert kalt vatn er þá er ekki hægt að nota salerni í húsum. Á meðan unnið er að viðgerðum eru færanleg salerni við Nettó á Víkurbraut.  Best er að fara þangað á bíl.   

Hvers vegna allt þetta skipulag og utanumhald?  
Ástæðan þessara takmarkana er að ekki er talið öruggt að hafa of marga inn í bænum í einu.
 
Hvað eru mörg svæði og hvers vegna svæðaskiptingin? 
Svæðin eru þó nokkur en skiptingin í ákveðin hólf er vegna þess að viðbragðsaðilar eru til aðstoðar á meðan opið er inn á skilgreind svæði. Þetta er til að gæta fyllsta öryggis. Auk þess að mikilvægt að hafa ekki of marga inni á svæðinu ef til neyðarrýmingar kæmi. 
 
Getur áhættumatið breyst á milli daga?  
Já og það er alls ekki ólíklegt og því ágætt að gera ráð fyrir því.   

Hvað ber að forðast
Ekki breyta ekki hitastillingum við komuna heim. Slíkt gæti haft alvarleg áhrif á aðrar eignir í Grindavík. 

Spurning um færð á vegum 
Vegagerðin tryggir að akstursleiðir verði sem öruggastar fyrir umferð.

Hvernig er með húsin undir rauða svæðinu á H4? 
Það eru hús sem fara þarf í með sérstakri varkárni og í fylgd viðbragðsaðila.

Hvenær verður hægt að fara um svæði S4 þar sem mikið af iðnaðarbilum, geymslum og fyrirtækjum er staðsett?
Svæðið í kringum Staðarsund og Vörðusund, auk Bakkalág er töluvert illa farið vegna sprungumyndunar. Tryggja þarf betur öryggi og aðgengi áður en hægt verður að hleypa eigendum að húsnæðinu. Þegar hægt verður að fara að húsnæðinu verða umsóknir eigenda afgreiddar og þeim fylgt á svæðið.