Af vef Veðurstofu Íslands

Í flugi vísindamanna HÍ og VÍ yfir Vatnajökul í kvöld greindust röð sigkatla, 10-15 m djúpra, sem mynda 4-6 km línu suður af Bárðarbungu. Katlarnir hafa myndast af völdum mikillar bráðnunar, mögulega eldgoss, óvíst hvenær. Hefðbundinn gosórói hefur ekki greinst á jarðskjálftamælum sem stendur. Verið er að fara yfir þessi gögn.


Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 27. ágú. 22:41

Bárðarbunga. Mynd Oddur Sigurðsson

Bárðarbunga. Mynd Oddur Sigurðsson