Samhæfingastöðin í Skógarhlíð er í sambandi við vísindamenn sem eru staddir við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Nú er mikill órói á gossvæðinu og eru allir vísindamenn að fara af svæðinu. Þeim tilmælum hefur einnig verið komið til fjölmiðlamanna að fara af svæðinu. SMS skilaboð hafa verið send á alla farsíma á svæðinu. Hér er um varúðarráðstöfun að ræða.
Mikilvægt er að koma þessum skilaboðum til allra þeirra sem vinna á svæðinu.