Veðurstofan hefur birt á vefsíðu sinni kort sem sýna líklega gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni næstu daga. Kortin og textaspá Veðurstofunnar má finna hér. Textaspáin fyrir daginn í dag hljómar svo:
A-læg átt og má búast við gasmengun á hálendinu vestan gosstöðvanna. Mengunarsvæðið markast af Langjökli í vestri og Tindfjöllum í suðri. Ekki er hægt að útiloka að mengunarinnar verði vart á stærra svæði. Gildir til hádegis á morgun, fimmtudag.

Litaða svæðið sýnir líklega gasmengun á morgun, fimmtudaginn 18. september. Mynd Veðurstofa Íslands.
Síðast uppfært: 17. september 2014 klukkan 09:09