Brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði

Mengunarmælar í Hveragerði og á höfðuborgarsvæðinu sýna nú hækkun á styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2).  Hæsta gildi í Hveragerði hefur farið yfir 1400 µg/m3 og mælir í Hvaleyrarholti hefur farið yfir 1500 µg/m3.

Hæg austanátt er núna á þessu svæði og eykur það líkurnar á því að styrkur brennisteinsdíoxíðs eigi eftir að hækka.

Fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma er hvatt til þess að fylgjast vel með mengunarmælum sem aðgengilegir eru á www.loftgaedi.is.

Búast má við mengun á svæðinu á meðan þessar veðuraðstæður vara.

Samkvæmt veðurspá á að bæta í vind á morgun en áfram verða austlægar áttir og því gæti áhrifa mengunarinnar gætt næstu daga.

Hægt er að fylgjast með loftgæðamælum á www.lofgaedi.is

AlþjóðlegtLogo-almannavarna