Dettifossvegur vestan Jökulsár (nr. 862) opnaður að nýju

Ákveðið hefur verið að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Aðrar leiðir á svæðinu, þ.á.m. gönguleiðir, eru áfram lokaðar.

Ákvörðunin byggir á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu.

Áréttað er að ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu.
Ákvörðunin tekur gildi á morgun 2. September 2014 kl. 8:00.

Aðgerðastjórn almannavarna Þingeyinga
Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild

Hér fyrir neðan má sjá nýtt kort Vegagerðarinnar af svæðinu. Kortið má einnig finna á vef Vegagerðarinnar.

Lokanir_vegir_vegaged_02092014

Kort Vegagerðin 02092014.