Rétt eftir miðnætti hófst gos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 100 metra sprungugos á sprungu í norðaustur og suðvestur. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið hafa við geru skammt frá gosinu og fylgjast með því í öryggri fjarlægð. Áætlað flug TF-SIF er klukkan 09:30 í fyrramálið 29. ágúst. ISAVIA hefur lýst yfir nýju hættusvæði frá jörðu upp í 18000 feta hæð (sjá meðfylgjandi mynd)
Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið fullmönnuð vegna eldgossins.