Eldgosið í Holuhrauni – myndir

Ekkert lát virðist vera á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunbreiðan stækkar enn og samkvæmt nýjustu mælingum er hún nú rúmir 37 ferkílómetrar. Samkvæmt vísindamönnum á vettvangi rennur hraunið nú norðan við hraunjaðarinn til norðausturs.

Enn kemur mikið upp af brennisteinsdíoxíði með eldgosinu. Vísindamenn á vettvangi telja að 90% gas efnanna komi upp um gígana en aðeins 10% af hraunbreiðunni. Þetta hefur þó ekki verið mælt mjög nákvæmlega. Vart hefur verið við nokkuð af dauðum fulgi við gosstöðvarnar og undirstrikar sú staðreynd þá hættu sem fólki er búin af því að vera í Holuhrauni á meðan gosið stendur yfir.

Skjálftavirkni er enn mjög mikil í öskju Bárðarbungu. Frá hádegi í gær voru 18 stórir skjálftar í öskunni og þar af einn yfir M5,0. Nú undir hádegið varð annar stór skjálfti uppá M5,5 og er hann einn öflugasti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu frá því jarðhræringarnar hófust þann 16. ágúst síðastliðinn. Nánar má lesa um niðurstöður Vísindamannaráðs almannavarna frá því í morgun, sunnudag, hér á síðunni.

 

Yfirlitskort_20140920

Holuhraun 20. september 2014. Kort Jarðvísindastofnun HÍ.

Hitamynd_20140920

Hitamynd af Holuhrauni tekin úr MODIS gervitungli NASA. Hvítu blettirnir sýna mesta hitan í hrauninu og blái liturinn táknar kulda. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Holuhraun_gigar_20140920

Gígarnir í Holuhrauni 20. september 2014. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

IMG_0963

Hraunjaðarinn 20. september 2014. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

IMG_0925

Eldgosið í Holuhrauni 20. september 2014. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

IMG_0980

Eldgosið í Holuhrauni 20. september 2014. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Bardarbunga_20140920

Bárðarbunga 20. september 2014. Mynd úr gervihnettinum LANDSAT 8 frá NASA, USGS og Jarðvísindastofnun HÍ.