Gasmengun mælist á Hvammstanga

Brennisteinstvíoxíð (SO2) mengun frá eldgosinu í Holuhrauni mælist nú víða á norðvesturlandi. Styrkur SO2 mælist nú 2400µg/m³ á Hvammstanga í Húnaþingi vestra.

SMS skilaboð hafa verið send í farsíma á svæðisins. Rétt er að geta þess að reynsla almannavarna er sú að um 75-80% af þeim farsímum sem eru á svæðinu munu fá skilaboðin. Ástæðan fyrir því að ekki næst til allra símanna er ekki bundin símanúmerunum heldur farsímasendunum.

Eins og áður hefur verið bent á er fólk hvatt til þess að kynna sér ráðleggingar yfirvalda sem lesa má hér á síðunni.

AlþjóðlegtLogo-almannavarna