Há mengunargildi á Breiðdalsvík og nágrenni

Háir mengunartoppar hafa mælst nú um hádegið eða um 1400 – 1700 µg/​m3 á Breiðdalsvík og nágrenni. Einnig má búast við mengun frá eldgosinu í Holuhrauni, á Djúpavogi og Fáskrúðsfirði í dag svo og víðar á Austurlandi.

Fólk á svæðinu er beðið um að fylgjast vel með mælum Umhverfisstofnunar á www.loftgaedi.is

Verði fólk vart við mikla mengun er það beðið að halda sig innandyra og forðast óþarfa útiveru. Til að minnka enn áhrif mengunar innandyra er ráðlagt að loka gluggum og hækka kyndingu þegar mikil mengun gengur yfir.

Með því að smella á tengilinn http://avd.is/is/?page_id=730 er hægt að nálgast frekari upplýsingar um mengun og loftgæði.
IMG_0925