Hraunjaðarinn gæti lokað vestari ál Jökulsár á Fjöllum í dag

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan færist hraunjaðarinn í Holuhrauni nær því að loka vestari á Jökulsár á Fjöllum með hverri stundinni sem líður. Í dag mun koma í ljós hvert vatnið mun leita. Vatnið mun sennilega mynda lón fyrir ofan hraunjaðarinn áður en það nær að renna yfir hraunið. Við munum birta nýjar myndir af lóninu um leið og þær berast.

Hraunjaðarinn_20140912

Appelsínugula línan sýnir hraunjaðarinn eins og hann var í gærkvöldi. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Yfirlitskort_hraunrennsli_Jarvis_20140912

Mynd byggð á mælingum Ármanns Höskuldssonar í gærkvöldi. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Holuhraun_BrynjarFriðriksson_Mynd10_20140912

Hraunið skríður út í vestari ál Jökulsár á Fjöllum. Mynd Brynjar Friðriksson.