Eftirfarandi mynd og texti er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. InSAR aðferðin er notuð til þess að meta hreyfingu jarðskorpunnar og þá þennslu sem orðið hefur vegna jarðhræringanna sem staðið hafa í Bárðarbungukerfinu frá 16. ágúst 2014.
InSAR aðferð (interferometric analysis of synthetic aperture radar images, bylgjuvíxlmælingar) gerir kleift að meta jarðskorpuhreyfingar. Bylgjumunstur sýnir hreyfingar þannig að ein heil breyting í litaskala (ein bylgja) svarar til 15 mm færslu jarðskorpunnar. Tvær ratsjármyndir eru bornar saman til að meta eina bylgjuvíxlmynd. Bylgjuvíxlmyndirnar tvær spanna tímabilið 13-29 ágúst og sýna hvernig landsvæði norðan Vatnajökuls hefur aflagast vegna myndunar kviku/berggangs. InSAR gögnin má nýta í líkanreikningum til að meta stærð og opnun gangsins sem orðið hefur til síðan umbrotin hófust, ásamt GPS-landmælingum.
Myndin er úr COSMO-SkyMED ratsjárgervitungli Ítölsku geimvísindastofnunarinnar og unnin af vísindamönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Leeds. Smellið á myndina til að stækka hana.