Nornahár – myndir og skýringakort af eldgosinu í Holuhrauni

Orð dagsins er nornahár. Þegar kvika úr iðrum jarðar flæðir upp á yfirborðið, eins og nú  er að gerast í Holuhrauni norðan Vatnajökuls, umbreytist hún og tekur á sig fast form vegna kælingar og samruna við önnur efni, svo sem eins og vatn eða ís. Í eldgosinu í Eyjafjallajökli kom kvikan upp undir jökli og blandaðist ísköldu jökulvatninu á leiðinni uppúr gígnum með þeim afleiðingum að kvikan breyttist í örfína ösku sem þeyttist upp í lofthjúpinn með þeim afleiðingum að flugumferð lagðist niður á stóru svæði í Evrópu.

Kvikan sem kemur upp í Holuhrauni hefur að mestu runnið sem hraun. Hraunið þekur nú rúmlega 16 ferkílómetra. Það efni sem ekki rennur sem hraun fellur til jarðar sem litlir hraunmolar eða sem Nornahár, sem sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Nornahárið er fínt og glerkent basalt.

Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir sem unnar eru af vísindamönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Landhelgisgæslunni og Veðurstofu Íslands. Þær sína útbreiðslu hraunsins og sigið í Bárðarbungu. Að lokum er hér ein mynd sem tekin er út gervitungli NASA sem sýnir gossprunguna og hraunið sem hefur runnið frá því gosið hófst fyrir réttri viku.

Nornahar_Thorvaldur_Thordarson_Mynd_2_20140907

Nornahár í Holuhrauni. Mynd Þorvaldur Þórðarsson, Jarðvísindastofnun HÍ.

Nornahar_Thorvaldur_Thordarson_20140907

Nornahár, vöndull. Mynd Þorvladur þórðarson, Jarðvísindastofnun HÍ.

 

tt_kvikustrokar_i_baug_imgp2131_20140907

Öflugasti gígurinn í Holuhrauni sem vísindamenn kalla Baug. Mynd Þorvaldur Þorsteinsson, Jarðvísindastofnun HÍ.

bb-thversnid09-10-avef

Hæðabreytingar á öskju Bárðarbungu. Mynd Jarðvísindastofnun HÍ.

Hraunjadarinn_HI_LHG_20140907

Hraunið eins og það leit út 6. september. Mynd Landhelgisgæslan og Veðurstofa Íslands.

Holuhraun_Vatnajokull_NASA_20140907

Holuhraun séð úr gervitungli NASA. Mynd NASA og USGS (Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna).