Nýjar myndir og kort með upplýsingum um eldgosið í Holuhrauni

Hér fyrir neðan eru nokkur kort frá vísindamönnum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Fyrsta kortið sýnir sig yfirborðs Bárðarbungu. Mælingar sýna að yfirborð jökulsins hefur lækkað um 15 metra og er það mesta jarðsig sem mælst hefur frá því mælingar hófust fyrir rúmum 50 árum. Næsta mynd er tekin úr gervitungli NASA og sýnir gosmökkinn stíga til himins. Að lokum er kort sem sýnir hraunið sem hefur runnið í Holuhrauni frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn.

Þess má einnig geta að Stöðuskýrslur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra eru aðgengilega á þessari síðu. Efst í hægra horni á forsíðu síðunnar er valmynd. Þar undir má finna Stöðuskýrslurnar.

bb-mismunakort2014-2011-1

Bárðarbunga – sig jökulyfirborðs. Kort Jarðvísindastofnun HÍ.

Gosmokkur20140906

Gosmökkurinn frá eldgosinu í Holuhrauni séður úr gervitungli. Mynd Veðurstofa Íslands.

Flatarmal_06092014

Hraunið sem runnið hefur gossprungunni í Holuhrauni. Kort Jarðvísindastofnun HÍ.