HEKLA

26. október 2016 15:03

Hekla er eitt virkasta eldfjall á Íslandi ásamt Kötlu og Grímsvötnum. Flest Heklugos hefjast nær fyrirvaralaust með snörpum jarðskjálftahrinum, síðan með sprengifasa og tilheyrandi öskufalli og hraunflæði. Jarðvísindamenn vakta Heklu og forboðar Heklugosanna 1970, 1980-1 og 2000 sáust á mælitækjum 30 – 80 mínútum fyrir gosbyrjun. Almannavarnrir virkja viðbragð um leið og eldgos er talið yfirvofandi.  . Kvikuhólf er talið vera á nokkurra kílómetra dýpi undir Heklu. Oft hafa gosin valdið tjóni sérstaklega eftir langt goshlé. Það gerðist árin 1104 og 1158. Ljós askan og vikurinn dreifðust í miklu magni yfir þúsundir km² svæði.

Gosin frá Heklu hafa valdið gróðureyðingu og dauða búfjár, lagt jarðir í eyði og valdið manntjóni. Heklugjá kallast gossprunga sem klýfur Heklu endilanga og hefur oft gosið í henni. Gosið 1947 í Heklugjánni stóð í 13 mánuði með miklu hraunrennsli og gjóskufalli. Á síðustu öld var Hekla sérstaklega virk og gaus árin 1947-48, 1970, 1980-81, 1991 og svo árið 2000. Sjá nánar umfjöllun um Heklu, Kötlu og Grímsvötn

Stórt kort

Síðast uppfært: 10. október 2017 klukkan 10:19