Af hættustigi á óvissustið í Útkinn

Nú hefur staðan verið endurmetin hvað varðar hættustig sem í gildi hefur verið í Útkinn sl. daga.    Ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og góð veðurspá er næstu daga.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið niður á óvissustig þar sem m.a. hreinsunarstarfi sé ekki lokið og vatnsagi sé enn við veg og vegurinn jafnframt viðkvæmur. 

Vegurinn um Útkinn hefur verið opnaður fyrir almenna umferð en vegfarendur eru hvattur til að fara varlega.