Af hættustigi Almannavarna niður á óvissustig vegna snjóflóða á Neskaupstað.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að fara af hættustigi Almannavarna niður á óvissustig, vegna snjóflóða í Neskaupstað.

Neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir sl. mánudag þegar snjóflóð féll í Neskaupstað. Þegar tökum hafði verið náð á ástandinu og enginn talinn í bráðri hættu, var farið niður á hættustig,    Öllum rýmingum vegna snjóflóða- og/eða krapaflóðahættu í Neskaupstað, Seyðisfirði, Stöðvafirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði var aflétt í gær. Hættustigi Veðurstofunnar á þessum stöðum var í kjölfarið aflýst en í ljósi aðstæðna og rigninga sem von er á, einkum á sunnanverðum Austfjörðum hefur Veðurstofa Íslands ákveðið að halda óvissustigi sínu vegna ofanflóðahættu á Austurlandi.