Af neyðarstigi á hættustig vegna umbrota á Reykjanesi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna umbrota á Reykjanesi. Er það gert samkvæmt verklagi ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Neyðarstig er sett á þegar kvikuhlaup hefst og farið er í rýmingar. Þegar ástand verður stöðugra er almannavarnastig fært niður á hættustig. Þetta dregur engu að síður úr viðbúnaði almannavarna í tengslum við aðgerðirnar eða breytir gildandi ákvörðunum lögreglustjórans á Suðurnesjum um aðgengismál inn í Grindavík.