Af óvissustigi Almannavarna vegna eldgoss við Litla Hrút

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsir óvissustigi vegna eldgoss við Litla Hrút.   Eldgosið hófst 10. júlí síðastliðinn og var þá lýst yfir hættustigi, en áður hafði verið í gildi óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Reykjanesskaginn er virkur með tilliti til jarðskjálfa- og eldvirkni og verður áfram fylgst vel með þróun atburða og almannavarnastig reglulega endurmetin.

Vakin er athygli á því að varhugavert getur verið að fara inn á hraunbreiðuna við Litla Hrút og að gígum. Töluverðan tíma getur tekið fyrir hraun að kólna og ennþá er yfirborð og gígar óstöðugir, hrun getur orðið eða sprungur geta myndast.