Aflýsing á óvissustigi á Suðurlandi

4. október 2017 11:07

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna sem lýst var yfir 28. september síðastliðinn. Vá vegna úrkomu og vatnavaxta er nú gengin yfir og samgöngur eru að komast í lag á ný.

Nú hefur óvissustigi almannavarna verið aflýst bæði á Austurlandi og Suðurlandi sem lýst var yfir þann 28 september síðastliðinn vegna úrkomu og vatnavaxta.

 

 

 

Síðast uppfært: 4. október 2017 klukkan 11:07