Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Suðurlandi í samráði við vísindamenn hafa ákveðið að aflýsa hættustigi vegna Skaftárhlaups.
1.október var lýst yfir hættustigi vegna kröftugs hlaups úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli. Hlaupið jókst mun hraðar en sést hafði í fyrri hlaupum. Fljótlega varð ljóst að þetta hefði verið stærsta hlaup sem mælst hefur. Umferðarmannvirki og ræktarland skemmdust og enn er verið að meta áhrif á brúna yfir Eldvatn hjá Ásum en verulega gróf frá undirstöðum hennar.