Áfram er fylgst með skjálftavirkninni á Reykjanesskaga.

Á vef Veðurstofu Íslands er áfram fylgst með skjálftavirkninni á Reykjanesskaganum. Þar kemur fram að klukkan. 14:15 varð jarðskjálfti af stærð 5,4 um 2,5 km vestur af Nátthaga. Tilkynningar hafa borist frá Sauðakróki og Vestmannaeyjum.

Í hádeginu 12:34 varð jarðskjálfti af stærð 5,0 í sunnanverðu Fagradalsfjalli. Hann fannst vel á SV-horni landsins.Í dag 14. mars hafa mælst rúmlega 1400 jarðskjálftar sjálfvirkt. Stærsti skjálftinn mældist kl. 04:40 af stærð 4,2 við Fagradalsfjall.